12. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. nóvember 2011 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:20
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:00
Drögum af fundargerð síðasta fundar sem var nr. 11 var dreift í upphafi fundar. Voru þau samþykkt í lok fundarins.

2) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:03
Á fundinn komu Maríanna Jónasdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármálaráðuneyti, Helga Jónsdóttir og Hilmar Ögmundsson frá BSRB, Ólafur Darri Andrason frá ASÍ og Guðlaug Kristjánsdóttir frá BHM.

Fulltrúar ráðuneytisins kynntu frumvarpið en síðan fengu aðrir gestir tækifæri til að lýsa viðhorfum sínum til þess. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

Óskað var eftir upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu um áhrif breytinga frumvarpsins á þrepaskiptingu tekjuskattsins á einstaka tekjuhópa.

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu ekki til fundarins eins og óskað hafði verið eftir.

3) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 10:00
Fundinn sóttu sömu gestir og að ofan greinir að því undanskildu að Maríanna Jónasdóttir vék af fundi.

Fulltrúar ASÍ, BSRB og BHM fengu í upphafi tækifæri til að lýsa viðhorfum sínum til málsins og svara spurningum nefndarmanna en véku síðan af fundi.
Fulltrúar fjármálaráðuneytisins kynntu síðan frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Óskað var eftir upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu um hve stór hluti af áætluðum tekjum af fjársýsluskatti stafaði frá lífeyrissjóðunum.

Óskað var eftir upplýsingum um fjöldann í lokuðu deildinni hjá LSR (B-deild) sem fá útgreitt úr sjóðnum. Sundurliðað eftir upphæðum. Hversu margir fá á milli 100-200, 200-300 á mánuði o.s.frv.

4) Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Kl. 10:53
Á fundinn komu Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Helga Jónsdóttir og Björn Rúnar Guðmundsson frá ráðuneytinu. Ráðherra kynnti efnahagsáætlun ráðuneytisins frá nóvember 2011 og svaraði spurningum nefndarmanna.

Áætluninni var dreift á fundinum. Að beiðni ráðherra samþykkti nefndin að gætt yrði trúnaðar um efni hennar þar til hún yrði kynnt af ráðherra í þinginu á morgun.

Fyrsti varaformaður tók tímabundið við stjórn fundarins undir þessum dagskrárlið þar sem formaður vék tímabundið af fundi.

5) 5. mál - stöðugleiki í efnahagsmálum Kl. 11:40
Birkir Jón fulltrúi í nefndinni kynnti málið.

6) 142. mál - aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf Kl. 11:50
Tryggvi Þór fulltrúi í nefndinni fékk tækifæri til að kynna málið.

7) 191. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 11:55
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með 10 daga umsagnarfresti. Samþykkt.

8) Önnur mál. Kl. 11:57
Nefndin ræddi möguleika á að halda opinn fund ásamt fulltrúum Seðlabanka Íslands, ASÍ og SA þar sem rætt yrði í einu lagi um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og efnahagstillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem kynntar voru á fundinum.

Guðlaugur Þór óskaði eftir því að fá fulltrúa Fjármálaeftirlitsins á fund til að ræða endurreikning á gengistryggðum lánum, sbr. mál nr. 9 (vextir og verðtrygging). Lilja Mósesdóttir tók undi beiðnina og lagði einnig til að rætt yrði um heimildir fjármálafyrirtækja til að eiga félög sem stunda óskyldan rekstur.

Nefndin samþykkti að tillögu formanns að senda mál nr. 229 (hæfnisskilyrði stjórnarmanna) til umsagnar en málinu sem vísað var til nefndarinnar í gærkvöldi hafði ekki verið getið í fundarboði.

Dreift var eintökum af svari Arion banka, dags. 28. október sl., sem sent var nefndarritara í framhaldi af fundi efnahags- og viðskiptanefndar með bankastjórum nýju bankanna 17. október sl. Svarið var merkt trúnaðarmál. Formaður lét lesa í heyranda hljóði yfirlýsingu bankans um þýðingu þess að skjalið væri merkt trúnaðarmál, sbr. tölvupóst Brynhildar Georgsdóttur til nefndarritara, dags. 2. nóv. sl.

Skúli Helgason boðaði forföll þar sem hann er staddur erlendis.
Margrét Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
Magnús Orri vék af fundinum kl. 10:45.

Fundi slitið kl. 12:00